Bænastöðvar - bænaganga
Á páskaföstunni getið þið fellt út almennu kirkjubænina og gefið rými fyrir bænagöngu með bænastöðvum. Það passar vel að organistinn spili rólega og fallega tónlist á meðan gangan fer fram.
Bjóðið fólki að sitja í kyrrð og njóta tónlistarinnar eða standa upp og fara á milli bænastöðvanna. Kynnið stöðvarnar vel svo að fólk skilji hvað þetta sé og hvað þau eigi að gera. Þessar hugmyndir hér má útfæra á aðra vegu en við gerum ráð fyrir, eins er mjög mismunandi á milli kirkna hvað hægt er að gera og hvað rýmið sjálft býður upp á. Gefið bænagöngunni 5-7 mínútur, fer eftir fjölda og þátttöku og ljúkið henni með bæn áður en þið farið yfir í næsta messulið, munið að fella bæn fyrir bænatrénu inn í þá bæn. „Heilagi Guð, við þökkum þér fyrir að þú heyrir allar okkar bænir – við lyftum upp bænunum á bænatrénu, við biðjum þig að vera með okkur og styrkja okkur, veita okkur hugrekki og von.“ |
Bænatré |
|
Útvegið ykkur birkigreinar eða heilt birkitré, helst tré sem hefði hvort eð er átt að grisja. Grisjun er mikilvæg fyrir heilbrigði skóga og því vel hægt að réttlæta það að nota heilt tré í þetta verkefni.
Komið greinunum fyrir í traustum vasa eða tréinu í jólatrésfæti. Hafið tréð á áberandi og aðgengilegum stað í kirkjurýminu svo að það fái að njóta sín á páskaföstunni. Klippið garn í öllum regnbogans litum í 15cm langa þræði og komið fyrir á borði við tréð Prentið út blaðið sem útskýrir merkingu litanna og komið fyrir á borðinu. Í lok bænagöngunnar biðjið þið fyrir bænunum á trénu. |
|
Biblíuvers |
|
|
Komið fyrir skálum eða körfum á borði eða hliðaraltari í kirkjunni, merkið hverja skál sérstöku þema; von, kærleikur, styrkur, trú. Prentið út biblíuversa miðana sem tilheyra hverju þema og setjið í viðeigandi skál. Prentið út blaðið sem tilheyrir þessari stöð og komið fyrir hjá skálunum.
|
Heimsmarkmiðin - þvottaklemmubæn |
Á páskaföstunni styrkjum við tengslin við Guð og náungann í gegnum bæn og góð verk. Það er mikilvægt að muna að um allan heim er fólk að leggja allt að mörkum í baráttunni fyrir betri framtíð.
Við trúum á mátt bænarinnar, að bæn fyrir fólki og aðstæðum geti veitt birtu, kraft og von. Því ætlum við að biðja fyrir heimsmarkmiðum sameinuðuþjóðanna og öllum þeim sem vinna að því að við náum að uppfylla þau. Á þessari bænastöð getur fólk valið sér ákveðið markmið sem það einsetur sér að biðja fyrir daglega fram að páskum. Það skrifar markmiðið á þvottaklemmuna og getur komið henni fyrir á áberandi stað heimafyrir, t.d. á náttborðslampanum, við baðherbergisspegilinn eða í eldhúsinu. Hún verður áminning um að beina huganum að þessu málefni í bæn. Það væri gaman að vera búin að skreyta klemmur í barnastarfinu og merkja þær ákveðnum markmiðum, fólk getur þá valið klemmu frá krökkunum eða búið til sína eigin. Á þessa stöð þarf tréþvottaklemmur og tússliti. |
|
Vínber og ávextir – gjafir jarðar, |
|
Ljósberinn |
Bjóðið fólki upp á að tendra ljós í ljósbera eða á kertaborði.
Þegar við kveikjum á kerti fyrir manneskju eða málefni erum við að biðja bæn án orða, bæn um að ylurinn og birtan sem við upplifum af kertinu megi einnig lýsa og veita hlýju inn í aðstæður þeirra sem við hugsum til. Ef það er ekki ljósberi í kirkjunni má gjarnan útbúa borð þar sem fólk getur kveikt á kerti, hægt er að fylla fallegan blómapott af sandi og stinga litlum kertum í sandinn, hægt er að nýta teljós og raða þeim á bakka eða steinhellur. Fáið jafnvel krakkana til að skipuleggja þetta með ykkur og hugið að því að reyna að skapa fallegt kertastæði. |
Blessunarolía |
Bjóðið fólki upp á blessun með olíu, það færi ágætt að nýta altarið sem þá bænastöð. Fólk kæmi þá að altarinu og fengi smurningu í lófa með blessunarolíu. Hægt er að blanda lavender ilmkjarnaolíu eða frankincense ilmkjarnaolíu í góða sólblómaolíu til að búa til blessunarolíu.
Prestur eða leiðtogi teiknar þá kross í annan lófa fólks með olíunni og segir „Drottinn blessi þig“, teiknar svo kross í hinn lófann og segir „og varðveiti þig“. Þetta er einföld athöfn en getur verið mjög áhrifamikil, fólk gengur út með ilminn svo hér er verið að tengja fleiri skilningarvit inn í guðsþjónustuna. |
Söfnun til styrktar Hjálparstarfinu |
Á páskaföstunni leggur Hjálparstarfið áherslu á verkefnið sitt í Kampala í Úganda þar sem verið er að hjálpa börnum og ungmennum í fátækrahverfum borgarinnar. Við ætlum að sýna trú okkar í verki með því að taka þátt í þessari söfnun.
Þið getið kynnt þetta í fermingarfræðslunni og unglingastarfinu en við hvetjum kirkjur til að leyfa þessari bænastöð að standa alla páskaföstuna og gefa rými í guðsþjónustunni fyrir stuðning við þetta málefni. Útbúið borð með söfnunarbauk eða komið honum fyrir á góðum stað, hafið þar tiltæka litla bauka frá hjálparstarfinu sem krakkar gætu tekið með sér heim til að safna. |
|